Beint í efni

Nýr valkostur á heimasíðu LK

04.10.2001

Nú hefur verið komið upp nýrri undirsíðu á vef LK, þar sem ætlunin er að hafa fræðslu fyrir kúabændur í víðum skilningi. Í þessu sambandi var í dag gengið frá samkomulagi á milli Landssambands kúabænda og Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri um að ný skýrsla um mjaltaþjóna verði aðgengileg fyrir alla áhugamenn um nautgriparækt á vef LK.

 

 

Skýrslan, sem er unnin í samvinnu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Bútæknideildar Rannsóknarstofnunar Landbúnaðarins og Hagþjónustu landbúnaðarins, fjallar m.a. um sögu og þróun sjálfvirkrar mjaltatækni, helstu útfærslur sem þekkjast í dag, vinnuþörf og sumarbeit.

 

Á fræðsluvefnum eru nú þegar komnar ýmsar eldri greinar um mjaltir og mjaltatækni, en ýmislegur annar fróðleikur mun bætast við á næstu misserum.

 

Til að komast á fræðslusíðu LK getur þú smellt hér.