Beint í efni

Nýr fjármálastjóri til Bændasamtakanna

29.11.2022

Bændasamtökin hafa ráðið Örvar Þór Ólafsson í stöðu fjármálastjóra en hann hefur störf 4. janúar 2023. Örvar Þór tekur við af Gylfa Þór Orrasyni sem starfað hefur fyrir hagsmunasamtök bænda í rúm 40 ár. Örvar Þór er viðskiptafræðingur með fjölbreytta starfsreynslu úr fjármálageiranum, ferðaþjónustu og sjávarútvegi ásamt því að hafa sinnt eigin rekstri. Einnig býr Örvar að umfangsmikilli þekkingu á stjórnsýslu og hefur í gegnum fyrri störf, svo sem hjá Lánasjóði sveitarfélaga, verið í samstarfi við sveitarfélög, ráðuneyti og aðra opinbera aðila.

Um leið og Bændasamtökin þakka Gylfa Þór Orrasyni vel unnin störf í þágu bænda til fjölda ára bjóðum við Örvar Þór velkominn í öflugan hóp starfsfólks hjá Bændasamtökunum.