Beint í efni

Norsku nautin með eigið símaapp

10.07.2013

Í vikunni kynnti Geno í Noregi að komið er sérstakt nautavals-símaapp fyrir snjallsíma, en með því geta eigendur slíkra síma hlaðið niður smáforriti sem hjálpar til við að velja nautin á kýrnar. Auk þess sér forritið í símanum um að draga fram helstu kosti og galla nautanna sem og að skoða skyldleika.

 

Alls geta norskir bændur flett upp á 5.000 ólíkum nautum með þessu símaappi og bæði valið sér heppileg naut þarna með einföldum hætti og um leið pantað sæðinguna. Í tilkynningu frá Geno kemur fram að í upphafi sé þetta smáforrit eingöngu til fyrir snjallsíma frá Apple en brátt komi sambærileg lausn fyrir aðrar símagerðir/SS.