Norðlenska hækkar einnig verð til bænda
08.06.2010
Norðlenska hefur nú hækkað verulega verðskrá sína á nautgripakjöti til bænda og eftir verðbreytinguna greiðir Norðlenska þriðja hæsta verðið á landinu og munar innan við 1% á fjórum efstu sláturleyfishöfunum. Eftir verðbreytingu Norðlenska geta bændur á Norðurlandi lagt gripi sína inn hjá
tveimur sláturleyfishöfum Norðanlands og fengið mun meira fyrir innlegg sitt heldur en ef gripirnir væru lagðir inn hjá KS, SKVH eða B. Jensen.
Samkvæmt verðlíkani LK fá bændur 50-70.000 krónum minna fyrir innlegg sitt hjá KS/SKVH og B. Jensen heldur en hjá SAH Afurðum eða Norðlenska.
Í þessu ljósi hvetur LK bændur á Norðurlandi og landinu öllu, til þess að í huga vandlega hvar þeir leggja inn gripi sína.
Smelltu hér til þess að sjá nánari upplýsingar um kjötmarkaðsmálin.