Beint í efni

Nestlé og Sri Lanka í „sykurstríði“

30.12.2017

Stórfyrirtækið Nestlé, sem framleiðir kókómjólk sem seld er með nafninu Milo og er mest selda kókómjólk í heimi, á í töluverðum erfiðleikum á Sri Lanka en yfirvöld þar saka Nestlé um að hafa aukið sykurhlutfall Milo úr 15% í 16,5% á liðnum árum og það samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum Sri Lanka. Þetta hefur meira að segja verið haft eftir sjálfum forseta landsins, Sirisena, svo málið er hreint ekki einfalt fyrir Nestlé.

Sirisena vill að Nestlé dragi úr sykurinnihaldinu á Milo niður í 5% því ella muni hann setja sérstök lög sem krefjist þess! Nestlé segir þetta allt á misskilningi byggt og kókómjólkin þeirra innihaldi í raun minna en 5% af viðbættum sykri og innihaldi í raun minna af viðbættum sykri en þær mjólkurvörur sem framleiddar eru af heimamönnum á Sri Lanka. Innihaldslýsingin á Milo taki hins vegar til náttúrlegs sykurinnihalds og það sé skýringin á þessum misskilningi/SS.