Beint í efni

Nestlé eykur umsvifin í Nígeríu

12.03.2018

Nígería er eitt af fjölmennustu löndum Afríku og hagvöxtur þar hefur mikill undanfarið og því samhliða hefur eftirspurn eftir mjólkurvörum aukist verulega. Nestlé, sem er stærsta afurðafyrirtæki á sviði mjólkurvara í heiminum, hefur verið með starfsemi í landinu í áratugi eða allt frá árinu 1961 og hefur fyrirtækið byggt upp framleiðslu sína þar jafnt og þétt. Nýverið tók Nestlé í notkun endurgerða og stækkaða afurðastöð sem framleiðir Milo vörur fyrirtækisins en það eru margskonar drykkjarvörur.

Afurðastöðin er í Ogun í suð-vestur Nígeríu og nemur afkastagetan þar nú 8 þúsund tonnum á ári. Alls starfa um 100 manns við framleiðslu Nestlé á Milo vörunum í Ogun en Nestlé er alls með þrjár afurðastöðvar í landinu og vinna hjá fyrirtækinu þar 2.300 manns/SS.