Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Nemendur Vestjysk Gymnasium heimsóttu LK

25.09.2012

Í síðustu viku fékk Landssamband kúabænda nemendur 2.z í danska menntaskólanum Vestjysk Gymnasium í heimsókn. Heimsóknin var hluti af vikulangri vísindaferð nemendanna til Íslands. Markmið ferðarinnar var m.a. að vinna samanburð á losun á gróðurhúsalofttegundum, metani og koldíoxíði, frá nautgripum á Íslandi og í Danmörku, en talsverður munur er á framleiðsluháttum í löndunum tveimur. Verkefni nemendanna er hluti af stærra verkefni sem snýr að möguleikum á minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda frá danskri mjólkurframleiðslu, sem unnið er af búfjárræktardeild Kaupmannahafnarháskóla, kynbótafræðideild Árósaháskóla og Vestjysk Gymnasium.

 

Nemendurnir heimsóttu einnig Menntaskólann að Laugarvatni og framkvæmdu mælingar á gróðurhúsalofttegundum á búi Páls Pálmasonar að Hjálmsstöðum í Laugardal, skammt frá Laugarvatni.

 

Í heimsókn bekkjarins til LK voru nemendur fræddir um stöðu nautgriparæktarinnar að fornu og nýju, ræktunarsögu kúastofnsins og möguleika á metangasvinnslu úr kúamykju hér á landi. Glærur fyrirlestrarins má sjá hér að neðan. Nemendur og kennarar voru mjög áhugasamir og báru fram fjölda fyrirspurna að fyrirlestri loknum. Nemendum er síðan ætlað að gera grein fyrir ferðinni í landbúnaðarmiðlunum þar í landi fljótlega. Nemendur Menntaskólans að Laugarvatni munu síðan endurgjalda heimsóknina í apríl n.k. þegar þeir sækja hinn danska menntaskóla heim.

 

Á myndinni hér að neðan má sjá nemendur 2.z á Þingvöllum í blíðskaparveðri./BHB

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fyrirlestur framkvæmdastjóra LK fyrir nemendur VGT (skjalið er 6MB)

 

Frétt á heimasíðu VGT um heimsóknina til Íslands