Beint í efni

Mjaltaþjónum fjölgar hratt

11.02.2005

Mjaltaþjónar hérlendis eru nú á 25 búum og fleiri eru á leiðinni í ár. Samtals eru 27 mjaltaþjónar í notkun nú um stundir, en á tveimur búum eru 2 mjaltaþjónar á hvorum stað. Undanfarin ár hefur mjaltaþjónum fjölgað ört eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Á vef Lánasjóðs landbúnaðarins (www.llb.is) kemur fram að lán vegna kaupa á mjaltaþjónum sé vaxandi málaflokkur hjá sjóðnum og að meðalaldur bænda á þeim búum sé 44,6 ár.

Heildarfjöldi mjaltaþjóna á Íslandi þann 1. janúar ár hvert:

Lely VMS Samtals
1.1. 2000

2

0

2

1.1. 2001

2

0

2

1.1. 2002

4

0

4

1.1. 2003

8

1

9

1.1. 2004

12

4

16

1.1. 2005

19

5

24

10.2. 2005:

22

5

27

 

Mjaltaþjónar landsins skiptast upp á milli landshluta með eftirfarandi hætti:

2 á Vesturlandi

3 á Vestfjörðum

5 á Norðurlandi Vestra

6 á Norðurlandi Eystra

1 á Austurlandi

10 á Suðurlandi