Beint í efni

Mikið verðfall á kalíáburði

05.01.2010

Mikið verðfall hefur orðið á kalíáburði. Nú kringum áramótin seldu rússneskar áburðarverksmiðjur gríðarlegt magn af kalí til kínverskra kaupenda, á verði sem er mun lægra en sést hefur lengi. Verðið er um 350 USD pr. tonn, sem er um helmingi lægra en í fyrra en samt sem áður tvöfalt það verð sem ríkti fyrir þremur árum. Samráðshópur kanadískra og þýskra framleiðenda hefur að sögn reynt að halda uppi verðinu en virðist nú hafa verið brotinn upp af þeim rússnesku. Einhver vafi er á að þessi verðlækkun hafi frekari áhrif á verð á NPK eða PK áburði, þar sem mikið af honum hefur þegar verið framleitt fyrir komandi vertíð.

Aftur á móti ætti hreint kalí í „Kali49“ og „Kali50“ að falla í verði fyrir vorið. Í Danmörku er verð til bænda í stórsekkjum u.þ.b. 285 DKK pr. hkg (71.250 isk/tonn). Þarlendum bændum er því ráðlagt að bíða með kaup á hreinu kalíi.

 

Þróun í heimsmarkaðsverði á kalíklóríði undanfarin ár er eftirfarandi (verð í ísk miðast við þáverandi gengi):

 

janúar 2007: 160 dollarar pr. tonn (11.376 isk)

janúar 2008: 370 dollarar pr. tonn (23.739 isk)

janúar 2009: 750 dollarar pr. tonn (96.532 isk)

janúar 2010: 350 dollarar pr. tonn (43.778 isk)

 

Það vantar því talsvert uppá að verðið sé komið niður í það sem áður var, þó það hafi lækkað um helming frá því fyrir ári.

 

Heimild: www.kornbasen.dk