
Málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa
09.11.2020
Fimmtudaginn 12. nóvember heldur Fagráð í lífrænum búskap málþingið Lífræn ræktun, umhverfi og lýðheilsa. Málþingið fer fram rafrænt frá 10.00 – 16.00 en fundarstjóri er Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskólans.
Meðal erinda verða Lífræn ræktun og kolefni í jarðvegi – binding eða losun? sem Þorsteinn Guðmundsson, doktor í jarðvegsfræði frá Háskólanum í Aberdeen og prófessor við LBHÍ heldur. Einnig flytur Cornelias Aart Meijles, umhverfisverkfræðingur og sérfræðingur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins í hringrásarhagkerfum fyrirlesturinn Hringrásarkerfið – næringarefni í umferð á Íslandi. Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur og lífrænn bóndi í Skaftholti fjallar um lífræna ræktun í framkvæmd og Carlo Leifert, prófessor og doktor í örverufræði frá Southern Cross University fer yfir nýjustu rannsóknir á lífrænt ræktuðum matvælum og áhrifum á heilsu. Sveinn Margeirsson, doktor í iðnaðarverkfræði heldur erindið Lífræn sauðfjárrækt á Íslandi – hvað þarf til? Ásamt þessu kemur fram sjónarmið nýliða um lífræna framtíð á Norðurlandi sem Sunna Hrafnsdóttir, lífrænn bóndi að Ósi í Hörgársveit flytur.
Hægt verður að tengjast málþinginu hér í gegnum vef Bændablaðsins.