Beint í efni

Málþing um aðbúnað búfjár í Norræna húsinu 26. apríl kl. 20.00

25.04.2011

„Þörf umræða hefur sprottið upp um ýmsa vankanta á aðbúnaði og velferð dýra íslenskum landbúnaði. Hvers vegna hefur umræðan orðið svona hávær að undanförnu? Er virkilega farið illa með þau dýr sem eru á boðstóli íslenskra neytenda? Hvað veldur þessum slæma aðbúnaði?

Á málþingi í Norræna húsinu þann 26. apríl kl. 20.00 verður hægt að fræðast nánar um þessi mál.
Dagskrá:
Sjónarmið neytenda – Linda Pétursdóttir
Ódýr matur, dýrkeypt blekking – Dr Ólafur R.Dýrmundsson frá Dýraverndarsambandi Íslands
Velferð dýra – Sif Traustadóttir – Dýralæknir og stjórnarmaður í Velbú
Aðgangur að lífrænu hráefni – Oddný Anna Björnsdóttir
Pallborð eftir erindin:
Frummælendur, Kristján Oddsson bóndi á Neðra- Hálsi í Kjós og Geir Gunnar Geirsson frá Stjörnugrís hf. 

Er kominn tími til að breyta setningunni; „þú ert það sem þú borðar“ í „umhverfið er það sem við borðum“? Val okkar neytenda stýrir að stórum hluta framboði á matvælum  og hvernig það er framleitt. Margir vilja ekki hugsa mikið um það hvaðan maturinn okkar kemur, en á það ekki að geta farið saman að vera dýravinur og kjötæta? Kjúklingabú þar sem unghænsnin eru um 16-19 á hvern fermetra og sofa í 4 klst á sólahring til að hámarka afköst er veruleiki íslenskrar kjúklingaframleiðslu. Í framleiðslu svínakjöts búa gylta og grísir á um 12 fm svæði og grísir á 0,8 fermetrum. Er það óhjákvæmilegur fylgifiskur nútíma framleiðsluhátta að dýr alast upp við slæman aðbúnað? Hvaða aðrar framleiðsluaðferðir eru mögulegar?
Tilefni málþingsins er sýningin Manna- annarskonar sýning um mat sem nú stendur yfir í Norræna húsinu. Sýningin fjallar um tengsl fæðu og umhverfis.
Nánari upplýsingar veitir Þuríður Helga Kristjánsdóttir thuridur@nordice.is og í 551 7032″.

 

Fréttatilkynning frá Norræna húsinu.