Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Losar sig við óþæga innleggjendur!

22.02.2017

Franski afurðafélagið Lactalis, sem er næst stærsta afurðafélag í heimi og í einkaeigu einnar fjölskyldu, er ekki sérlega hrifið af því að innleggjendur þess gagnrýni fyrirtækið. Á það reyndi nú í janúar þegar Lactalis rifti samningi við fimm kúabændur fyrir það að þeir höfðu gagnrýnt afurðastöðvaverð fyrirtækisins opinberlega og sagt verðið vera of lágt.

Í umfjöllun sjónvarps í Frakklandi um afurðastöðvaverð Lactalis komu fram fullyrðingar þessara fimm bænda um slæman hag innleggjenda hjá fyrirtækinu en á sama tíma voru sýndar myndir af glæsilegum húsakynnum forstjóra Lactalis. Þetta þótti vera afar neikvætt fyrir fyrirtækið og ímynd þess og þess vegna var samningum við bændurna rift, en í samninginum á milli framleiðanda og Lactalis er sérstaklega kveðið á um að á innleggjandanum hvíli sú skylda að vernda í hvívetna orðspor fyrirtækisins . Þetta hafi bændurnir ekki gert og því hafi þeir sjálfir í raun rift samingum sínum/SS.