Loks hækkun á heimsmarkaðinum
03.08.2016
Í gær lauk uppboði á mjólkurvörum á GDT (Global Dairy Trade) markaðinum og varð 6,6% verðhækkun að meðaltali og hið mikilvæga undanrennuduft hækkaði um 9,9%. Þetta eru afar góð tíðindi frá þessum lang umsvifamesta markaði mjólkurvara í heiminum og er heimsmarkaðsverðið nú komið vel upp það sem það var á sama tíma í fyrra.
Verðstuðull GDT er nú kominn í 739 stig eftir að hafa verið nánast í kyrrstöðu í tvo mánuði. Á sama tíma í fyrra var þessi verðstuðull 514 stig og er hann því í dag 44% hærri en í fyrra. Veit þessi staða vondandi á betri tíma fyrir viðskipti með mjólkurvörur og hækkandi afurðaverð/SS.