Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Loks hækkun á heimsmarkaðinum

03.08.2016

Í gær lauk uppboði á mjólkurvörum á GDT (Global Dairy Trade) markaðinum og varð 6,6% verðhækkun að meðaltali og hið mikilvæga undanrennuduft hækkaði um 9,9%. Þetta eru afar góð tíðindi frá þessum lang umsvifamesta markaði mjólkurvara í heiminum og er heimsmarkaðsverðið nú komið vel upp það sem það var á sama tíma í fyrra.

 

Verðstuðull GDT er nú kominn í 739 stig eftir að hafa verið nánast í kyrrstöðu í tvo mánuði. Á sama tíma í fyrra var þessi verðstuðull 514 stig og er hann því í dag 44% hærri en í fyrra. Veit þessi staða vondandi á betri tíma fyrir viðskipti með mjólkurvörur og hækkandi afurðaverð/SS.