Beint í efni

Kvótaverðið í Þýskalandi afar lágt

08.07.2011

Nú í byrjun júlí var haldinn kvótamarkaður í Þýskalandi og voru samtals boðnir til sölu 245,9 milljónir lítra en kauptilboð voru í 173,3 milljónir lítra. Samþykkt voru tilboð í 162,6 milljónir lítra. Athygli vekur bæði verðmunur á kvótanum eftir því hvar í landinu hann er boðinn en í austurhluta Þýskalands var meðalverðið um 3 evrusent en í vesturhlutanum 9 evrusent. Vegið meðalverð endaði hinsvegar í 7 evrusentum eða 11,6 krónum/lítrinn.

 
Þó svo að um afar lágt verð á mjólkurkvóta, þá er þetta verð nú hækkun frá því verði sem uppboðsmarkaðu-rinn lokaði með í apríl sl. kemur fram í frétt Maskinbladet um málið/SS.