Beint í efni

Könnun LK á dýralæknakostnaði

20.04.2006

Landssamband kúabænda ákvað fyrir nokkrum mánuðum að óska eftir gjaldskrám dýralækna til birtingar á heimasíðu LK. Aðeins tveir dýralæknar sendu inn gjaldskrár, báðir eru í fullu starfi við annað en dýralækningar.

Reynt var að safna upplýsingum með því að kalla eftir reikningum frá bændum en sú leið hefur reynst ófær. Því sér LK ekki að svo komnu færa leið til að birta samanburðarhæfar upplýsingar um gjaldskrár dýralækna.