Kjöt-mafía stöðvuð í Ísrael
13.04.2016
Mafíustarfsemi tekur á sig ýmsar myndir en undanfarin ár hefur það færst í aukana að ýmsir glæpahópar horfi til landbúnaðarvara og smygli á þeim. Nýlega kom lögreglan í Ísrael upp um glæpahóp sem starfaði í Palenstínu og Ísrael en hópur þessi var tekinn með nautakjöt frá Suður-Ameríku. Kjötið kom til Palenstínu og þar var því umpakkað og m.a. stimplað með Kosher sláturvottun, en þeir sem eru gyðingatrúar kaupa ekki annað kjöt, og svo var því smyglað yfir til Ísrael.
Alls lagði lögreglan hald á 14 tonn af „vottuðu“ nautakjöti í þessari aðgerð en vandamálið með smygl á kjöti er gríðarlega umfangsmikið í Ísrael en síðustu þrjú ár hafa yfirvöld stöðvað 363 sendingar með smygl á kjöti/SS.