Beint í efni

Kálfahreiður!

15.08.2015

Nafnið kann að virka hálf undarlegt en þetta er þó bein þýðing á norsku heiti um það þegar kálfar liggja í litlum kössum eins og sjást á myndinni sem fylgir þessari frétt, sem og myndinni hér neðan við textann. Í Noregi er ekki allsstaðar gott aðgengi að hálmi en flestir vita að kálfum þykir fátt betra en að liggja í mjúkum hálmi. Á þessu búi hafa því verið útbúnir litlir og einfaldir kassar með smá hálmi í, en stía kálfanna er annars með gúmmíi.

 

Eins og sjá má sækja kálfarnir í að liggja í kössunum en myndin birtist á heimasíðunni cowsignals.com nú í lok júlí. Reyndar mætti útfæra þetta þannig að ekki væru notaðir margir litlir kassar eins og þarna sést heldur einn langur og mjór, svo kálfarnir geti legið þéttar saman eins og þeir velja oft. Etv. verður myndbirtingin til þess að fleiri prófa þetta og einnig hér á landi og ef svo er væri fróðlegt að fá upplýsingar um það sent til okkar á skrifstofa@naut.is /SS.