Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Jólamjólkurumbúðir vekja athygli erlendis

25.11.2004

Íslensku jólasveinarnir, sem skreyta umbúðir mjólkur um þessar mundir, hafa fengið mjög góðar móttökur hérlendis og eru þeir bræður kærkomnir inn á íslensk heimili. Nú bregður hinsvegar svo við að þessar fallegu umbúðir hafa einnig vakið athygli erlendis og í frétt í danska bændablaðinu (Landbrugsavisen) í gær var fjallað um umbúðirnar og „de tretten nisser, deres forældre og julekatten“ eins og segir í fréttinni

(jólasveinana þrettán, foreldra þeirra og jólaköttinn). Umfjöllun sem þessi er ákaflega jákvæð fyrir íslenskan mjólkuriðnað, enda heyrir það til tíðinda þegar Danir, sem standa einna fremstir í mjólkurframleiðslu í Evrópu, líta til Íslands í leit að framsæknum nýjungum við markaðssetningu á drykkjarmjólk!