
Írskt afurðafélag semur um lán fyrir kúabændurna
19.11.2016
Írska samvinnufélagið Dairygold hefur undanfarna mánuði séð um að semja við bankana fyrir eigendur sína, kúabændurna. Um er að ræða heildarsamning við nokkra banka þar sem þeim bændum sem leggja inn mjólk hjá Dairygold eru tryggð hagstæð lán, á írskan mælikvarða eða með 4,1% og 4,5% fasta vexti. Þessi lán eru veitt til framkvæmda en slík framkvæmdalán eru yfirleitt dýr í Írlandi eða með í kringum 12% fasta vexti/SS.