Beint í efni

Innvigtun að ná hámarki

06.05.2008

Innvigtun mjólkur í sl. viku (viku 18) var 2.651.868 lítrar og er það aukning um rúmlega 15.000 lítra frá vikunni á undan. Í sömu viku á síðasta ári var innvigtunin hjá SAM ríflega 1% minni en nú. Þess ber þó að geta að um miðja viku 11 árið 2008 hóf Mjólkursamsalan ehf að safna mjólk fyrir Mjólku ehf, þannig að heildarinnvigtun er líklega sjónarmun minni í 18. viku í ár en í fyrra. 

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er innvigtunin að ná hámarki sínu, en á umliðnum árum hefur toppnum verið náð uppúr miðjum maímánuði. Framleiðslan hefur gegnið vel undanfarna mánuði og ef fer fram sem horfir, verður innvigtun á þessu verðlagsári mjög svipuð og á því síðasta.