
Hvetja til aukinnar neyslu á nautakjöti
29.10.2016
Bandaríska nautakjötsráðið, US state beef councils, hefur nú hleypt af stokkunum nýju átaki sem ætlað er að höfða til ungra foreldra og fá þá til þess að elda oftar nautakjöt fyrir börnin. Þessari nýju herferð, sem kallast „Beef. It’s what’s for dinner“, er sérstaklega beint að aldurshópnum 25 til 34 ára og fer fyrst og fremst fram á samfélagsmiðlum. Átaksverkefnið gengur út á að benda fólki á heppilegar uppskriftir og eldunaraðferðir á nautakjöti.
Nú þegar hafa verið framleidd ótal myndbönd sem sýna eldun á nautakjöti og er það gert í samstarfi við þekkt veitingafólk vestra. Þessi myndbönd eru öll aðgengileg á YouTube en alls er vonast til þess að áhorf á þessi myndbönd nái 24 milljónum, sem svarar til markhópsins. Þarna eru á ferðinni mörg afar fín myndbönd á YouTube sem hægt er að sjá með því að smella hér/SS.