Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hektarinn á 5,1 milljón!

11.10.2007

Jarðaverð fer nú snarhækkandi á Írlandi. Fyrir fáeinum vikum var jörð í Limerick héraði á SV-Írlandi sett á uppboð, stærð hennar er 40,5 ha (100 ekrur) og á henni er 200 ára gamalt, tveggja hæða íbúðarhús sem þarfnast talsverðs viðhalds. Uppboðið opnaði á 1,5 milljónum evra, ca. 127 milljónum króna. Fullt var út úr dyrum á uppboðinu. 

Tveir bjóðendur kepptust ákafast um jörðina, bóndi á svæðinu og lögmaður í umboði fjárfestingasjóðs. Hæsta boð kom frá lögmanninum, 2,4 milljónir evra (204 milljónir króna) og hreppti fjárfestingasjóðurinn með því jörðina. Með þessu leggur hektarinn sig á 5,1 milljón króna. Sæmilegt það.

 

 

 

Heimild: The Journal (Property), laugardaginn 6. október 2007.