Beint í efni

Hektarinn á 5,1 milljón!

11.10.2007

Jarðaverð fer nú snarhækkandi á Írlandi. Fyrir fáeinum vikum var jörð í Limerick héraði á SV-Írlandi sett á uppboð, stærð hennar er 40,5 ha (100 ekrur) og á henni er 200 ára gamalt, tveggja hæða íbúðarhús sem þarfnast talsverðs viðhalds. Uppboðið opnaði á 1,5 milljónum evra, ca. 127 milljónum króna. Fullt var út úr dyrum á uppboðinu. 

Tveir bjóðendur kepptust ákafast um jörðina, bóndi á svæðinu og lögmaður í umboði fjárfestingasjóðs. Hæsta boð kom frá lögmanninum, 2,4 milljónir evra (204 milljónir króna) og hreppti fjárfestingasjóðurinn með því jörðina. Með þessu leggur hektarinn sig á 5,1 milljón króna. Sæmilegt það.

 

 

 

Heimild: The Journal (Property), laugardaginn 6. október 2007.