Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti og smjöri

07.07.2010

Eins og fram hefur komið tilkynnti Auðhumla svf. lítils háttar hækkun á verði umframmjólkur til útflutnings þann 2. júlí sl. Eins og bændur þekkja flestir, er mjólk sem framleidd er umfram greiðslumark flutt út sem undanrennuduft og smjör. Að mati LK hefði verið eðlilegt að í tilkynningunni hefði að einhverju leyti verið gerð grein fyrir þeim forsendum sem lagðar voru til grundvallar við ákvörðun á útflutningsverðinu. Landssamband kúabænda hefur tekið saman yfirlit yfir þróun á heimsmarkaðsverði á smjöri og undanrennudufti sl. 18 mánuði. Þess ber þó að geta að það verð sem fæst hér fyrir útflutt smjör og duft er jafnan ívið lægra en heimsmarkaðsverðið, þar sem greiðslufrestur er mun styttri hér og magnið fremur lítið í samhengi heimsmarkaðarins.  

Eins og sjá má á myndunum hér að neðan, hefur verðið hækkað verulega á undanförnu einu og hálfu ári. Tonn af undanrennudufti kostaði um 1.700 dollara í janúar 2009 en hefur verið í kringum 3.000 dollara undanfarna mánuði. Smjörið hefur farið úr 1.700 dollurum í 4.000 dollara undanfarna mánuði. Gengi USD hefur verið stöðugt undanfarið ár, um 125 kr.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimild: www.dairyindustrynewsletter.com