Haustfundir LK á Suður- og Austurlandi
17.10.2007
Fyrsti haustfundur Landssambands kúabænda verður haldinn í Þingborg í Flóa mánudaginn 22. október kl. 20.30. Sérstakur gestur fundarins verður Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra landbúnaðarmála.
Daginn eftir, þriðjudaginn 23. október er fundur að Heimalandi undir Eyjafjöllum kl. 13.30 og Geirlandi í V-Skaftafellssýslu kl. 20.30. Miðvikudaginn 24. október verður fundur á Seljavöllum í A-Skaftafellssýslu kl. 13. og í Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 20.30. Fimmtudaginn 25. október verður síðan fundur að Staðarholti í Vopnafirði kl. 13.
Framsögumenn á fundunum verða Þórólfur Sveinsson, formaður og Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri LK. Helstu efnisatriði fundanna verða eftirfarandi:
- Framleiðsla og sala mjólkur og nautakjöts á síðasta verðlagsári.
- Verðlags og kjaramál og nokkur brýn hagsmunamál greinarinnar, s.s. útfærsla mjólkursamnings (minna framleiðslutengdur/markaðstruflandi stuðningur) og takmarkanir á flutningi nautgripa milli sk. varnarhólfa.
- Kynning á greinargerðum sem unnar hafa verið að beiðni starfshóps sem skipaður var af stjórn LK í kjölfar aðalfundar 2006. M.a. kynnt greinargerð LBHÍ um rekstrarhagkvæmni mjólkurframleiðslu nokkurra kúakynja, skoðanakannanir og rýnihópar Gallup um viðhorf neytenda og greinargerð frá SAM.
- Framgangur ályktana frá aðalfundi Landssambands kúabænda 2007.
Nautgripabændur er hvattir til að fjölmenna!