Fyrsti sameiginlegi fulltrúafundurinn í nýja mjólkursamlaginu
25.04.2005
Á föstudaginn kemur verður haldinn fyrsti sameiginlegi fulltrúafundurinn í hinu nýstofnaða mjólkursamlagi sem varð til með samruna Mjólkursamsölunnar í Reykjavík (MS) og Mjólkurbús Flóamanna (MBF). Fundinn munu sitja 65 fulltrúar kúabænda, þar af 40 af gamla samlagssvæði MBF. Á fundinum verður kjörin ný stjórn fyrir MS-MBF, en fundurinn verður haldinn í fundarsal MBF á Selfossi.