Beint í efni

Fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk – mikil söluaukning

08.03.2006

Stjórn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði ákvað á fundi sínum þann 2. mars sl. að greiða fullt afurðastöðvaverð fyrir alla umframmjólk sem berst til afurðastöðva á yfirstandandi verðlagsári.

Það liggur því ljóst fyrir að greitt verður bæði fyrir prótein- og fituhluta umframmjólkurinnar. Sala á mjólkurafurðum gengur feiknavel þessa mánuði og nemur söluaukningin fyrstu tvo mánuði ársins 2006 um hálfri milljón lítra mjólkur á próteingrunni, miðað við sama tímabil í fyrra. Þá er vert að geta þess að einnig hefur verið aukning í sölu á fitu.