Beint í efni

Fregnir um díoxínmengun í Skutulsfirði berast víða um heim

11.02.2011

Í kjölfarið á umfjöllun um díoxínmengun í Skutulsfirði hafa birst fréttir í erlendum fjölmiðlum um að mengað íslenskt kjöt hafi verið sent á erlenda markaði. Komið hefur fram að  tæplega 5 tonn af kindakjöti voru flutt út til Bretlands (2,2 tonn) og Spánar (2,7 tonn) sem eiga uppruna sinn af svæðinu fyrir vestan.

Við aðstæður sem þessar er yfirvöldum skylt að tilkynna ef að grunur leikur á um að mengaðar vörur hafi farið á markað. Fregnirnar eru fljótar að berast um heimsbyggðina um vefsíður sem birta upplýsingar um m.a. mengað fóður eða matvæli. Í kjölfarið á fréttaflutningi, sem byggður er á takmörkuðum upplýsingum oft á tíðum, hefur Matvælastofnun (MAST) sent út fréttatilkynningu á ensku þar sem farið er yfir málið með nákvæmari hætti.

Tilkynninguna er hægt að lesa hér.

Dæmi um umfjöllun um díoxínmálin á Íslandi í erlendum fjölmiðlum
Frakkland
Svíþjóð 
Danmörk
Noregur
Bandaríkin
Indland
Bretland 
Kína