Fonterra stofnar uppboðsvef á mjólkurafurðum
03.07.2008
Nýsjálenski mjólkurrisinn hélt fyrsta uppboð á mjólkurdufti á nýjum uppboðsvef sínum, GlobalDairyTrade í gær. Þegar uppboðinu lauk, kl. 18 í gær að íslenskum tíma, hafði fyrirtækið selt 5.000 tonn á 4.330 dollara pr. tonn, m.v. afhendingu í september n.k. Þá hafði uppboðið gengið í fjórar klukkustundir og farið tíu umferðir. Að sögn endurspeglar það sterka eftirspurn kaupenda.
Verð á dufti og smjöri hefur aftur farið hækkandi undanfarnar vikur, eftir nokkra lækkun framan af ári. Einnig eru væntingar um að ostur hefur verið að hækka í verði t.d. í Þýskalandi á undanförnum dögum.