Beint í efni

Fóðurblandan lækkar verð á áburði

18.02.2009

Eftirfarandi fréttatilkynning hefur borist frá Fóðurblöndunni hf.:

 

„Fóðurblandan hefur ákveðið að lækka verðskrá á áburði til bænda.  Hagstæðustu verðin sem í boði eru, miðast við gengi Bandaríkadollars (USD) eins og það var hjá Seðlabanka Íslands 30. Janúar 2009:

Tegund                                     Verð. A        Verð.B

                                                                                                                

Magni 1  N-27 (einkorna)            52.205kr       55.105kr

Græðir 5  16-16-16 (einkorna)    67.832kr       71.600kr

Græðir 9 27-6-6  (einkorna)        66.522kr       70.218kr

Fjölmóði 1a  27-17 (fjölkorna)     57.879kr       61.095kr

Fjölgræðir 9a  26-9-8 (fjölkorna) 59.451kr       62.754kr


Öll verð án VSK og miðast við tonn.

 

Við bjóðum annars vegar:

Verð A: Ef pantað er fyrir  1. mars.  Greiða skal 50% við pöntun , lokauppgjör greiðslu, og útgáfa endanlegs reiknings fer svo fram 1. apríl. 

 

Við bjóðum hins vegar:

Verð B:  Ef pantað er fyrir 1. mars.  Greiða skal fyrir 15 maí, eða greiðslusamningur.

 

Það styttist í fyrstu áburðarskipin. Til þess að við getum skipulagt okkur og tryggt rétt magn á hverja höfn fyrir sig er nauðsynlegt að bændur panti sem allra fyrst.

Við hvetjum ykkur til að hafa samband við sölumenn okkar eða skrifstofu Fóðurblöndunnar“.