Fóðurblandan birtir verðlista á áburði – hækkun 45-55%
14.02.2009
Fóðurblandan hefur sent viðskiptavinum sínum verðlista yfir áburð fyrir árið 2009 og hefur Bændablaðið slíkan lista undir höndum. Verðlistarnir voru póstlagðir í gær (í fyrradag, 12.2.) en einhverjir umboðsmanna Fóðurblöndunnar voru þegar farnir af stað og byrjaðir að kynna bændum vöruval og verð. Veruleg hækkun er á áburði frá síðasta vori hjá fyrirtækinu. Verðhækkun á algengum tegundum áburðar er á milli 45 til 55 prósent. Tonnið af Magna 1 kostar í ár 59.800 krónur ef 10 prósenta pöntunarafslátur er reiknaður inn í verðið. Í fyrra var upphæðin 38.500 krónur. Hækkunin á milli ára er því 55,3 prósent.
Tonn af Græði 9 kostar með 10 prósent pöntunarafslætti 72.390 krónur en kostaði í fyrra 49.400 krónur. Er það hækkun um 46,5 prósent. Af þessum tölum að dæma má gera ráð fyrir að meðaltalshækkun á áburðarverði í ár geti legið nálægt 50 prósentum.
10% afsl. stgr.afsl.
Magni 1, N27 einkorna 66.444 59.800 58.006
Græðir 5, 16-16-16 einkorna 86.333 77.700 75.369
Græðir 9, 27-6-6 einkorna 84.667 72.390 73.914
Fjölmóði 1a 27-17 73.667 66.300 64.311
Fjölgræðir 9a 26-9-8 75.667 68.100 66.057
Heimild: www.bbl.is, sjá nánar þar.