Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Fagráð mælti með 10 rannsóknarverkefnum

02.06.2005

Á fundi Fagráðs í nautgriparækt voru teknar til umsagnar fjölmargar umsóknir um styrki við rannsóknarverkefni. Alls fengu 10 umsóknir meðmæli Fagráðs um fjárveitingar og verða umsagnir þess sendar þeim sjóðsstjórnum sem sótt var um fé til, en fimm umsóknir voru til

Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, fjórar til Átaksverkefnis um nautgriparækt og ein til Þróunarsjóðs mjólkursamnings.

 

Eftirtalin verkefni hlutu meðmæli Fagráðs (umsækjendur í sviga):

1. Hagkvæmnismörk framleiðslu mjólkur utan/innan greiðslumarkskerfisins (LK, ábm. Snorri Sigurðsson).

2. Áhrif lausra fitusýra í mjólk á bragðgalla (LBHÍ/SAM/LK, ábm. Torfi Jóhannesson).

3 – 4. Kennslubók í nautgriparækt (LBHÍ – sótt í tvo sjóði, ábm. Magnús B. Jónsson).

5. Tækni við mjólkurfóðrun kálfa (LBHÍ, ábm. Torfi Jóhannesson).

6. Legusvæði fyrir kálfa og kvígur (LBHÍ, ábm. Torfi Jóhannesson).

7 – 8. Flæðihraði mjólkur við mjaltir (nemendaverkefni LBHÍ/BÍ – sótt í tvo sjóði, ábm.
Elin Nolsöe Grethardsdóttir og Gunnar Guðmundsson).

9. Könnun á reynslu bænda af mjaltaþjónum (nemendaverkefni LBHÍ, ábm. Berglind Ósk Óðinsdóttir).

10. Þróun skyldleikaræktar, þéttleika ætternisgagna og erfðaframlag valdra gripa í íslenska kúastofninum (LBHÍ/BÍ, ábm. Þorvaldur Kristjánsson og Baldur H. Benjamínsson).