
Eldhúsdagur og nefndarstörf á Búnaðarþingi
03.03.2008
Fundur á Búnaðarþingi hófst í morgun með hefðbundnum hætti með skýrslu formanns og framkvæmdastjóra vegna síðasta árs. Þá var kosið í starfsnefndir, mál lögð fram og þeim vísað til nefnda. Almennar umræður þingfulltrúa voru styttri að þessu sinni en fyrri ár því ákveðið var að hefja nefndarstörf kl. 14:30. Ekki var að sjá að það kæmi að sök því mælendaskrá var tæmd áður en fundartími var fullnýttur.
Í umræðum komu glögglega í ljós áhyggjur bænda af verðlagsmálum. Guðný H. Jakobsdóttir í Syðri-Knarrartungu tók þannig til orða að þótt framtíðarhorfur í íslenskum landbúnaði væru góðar þá væri dagurinn í dag ekki jafn bjartur. Tók hún dæmi af eigin búi þar sem aukinn kostnaður vegna áburðarkaupa næmi mjólkurinnleggi heils mánaðar. Fjölmargir þingfulltrúar tóku undir orð Guðnýjar og sögðu kjaramál bænda í miklu uppnámi þessi misserin og aðgerða væri þörf hið snarasta. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna og bóndi á Vestri-Reyni, sagðist skynja velvilja í samfélaginu í garð bænda og skilning á því að þeir þyrftu að hækka verð á sínum afurðum til að mæta erfiðari rekstrarskilyrðum. Hann fullvissaði þingfulltrúa að vinna verðlagsnefndar búvöru stæði yfir og vonaði að málin færu að skýrast um miðjan mánuðinn.
Önnur mál sem voru m.a. rædd í dag voru fjallskilamál, skipulagsmál, nýting ræktunarlands, heimavinnsla og sala afurða, velgengni hjá garðyrkju- og loðdýrabændum, innflutningur á búvörum og tillögur ríkisstjórnarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga.
Búnaðarþing heldur áfram á morgun þriðjudag og hefst með starfsnefndafundum en eftir hádegi kemur þingið saman til umræðna.
Í umræðum komu glögglega í ljós áhyggjur bænda af verðlagsmálum. Guðný H. Jakobsdóttir í Syðri-Knarrartungu tók þannig til orða að þótt framtíðarhorfur í íslenskum landbúnaði væru góðar þá væri dagurinn í dag ekki jafn bjartur. Tók hún dæmi af eigin búi þar sem aukinn kostnaður vegna áburðarkaupa næmi mjólkurinnleggi heils mánaðar. Fjölmargir þingfulltrúar tóku undir orð Guðnýjar og sögðu kjaramál bænda í miklu uppnámi þessi misserin og aðgerða væri þörf hið snarasta. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna og bóndi á Vestri-Reyni, sagðist skynja velvilja í samfélaginu í garð bænda og skilning á því að þeir þyrftu að hækka verð á sínum afurðum til að mæta erfiðari rekstrarskilyrðum. Hann fullvissaði þingfulltrúa að vinna verðlagsnefndar búvöru stæði yfir og vonaði að málin færu að skýrast um miðjan mánuðinn.
Önnur mál sem voru m.a. rædd í dag voru fjallskilamál, skipulagsmál, nýting ræktunarlands, heimavinnsla og sala afurða, velgengni hjá garðyrkju- og loðdýrabændum, innflutningur á búvörum og tillögur ríkisstjórnarinnar vegna nýgerðra kjarasamninga.
Búnaðarþing heldur áfram á morgun þriðjudag og hefst með starfsnefndafundum en eftir hádegi kemur þingið saman til umræðna.