Beint í efni

Eimskip hækkar afgreiðslugjald um 24%

25.01.2007

Gjaldskrá Eimskips fyrir flutninga innanlands hækkar um 4,5% 1. febrúar n.k. Afgreiðslugjald mun hækka úr 129 kr í 160 kr (24%). Olíuálag lækkar lítillega, það var 3,74% í september sl., niður í 2,68% í takt við lækkandi olíuverð. Hækkun á afgreiðslugjaldi er íþyngjandi, þar sem gjald þetta er orðið mjög hátt hlutfall af heildar flutningskostnaði smávöru. Þá þarf ekki að orðlengja um flutningskostnaðinn sjálfan, sem er gríðarlega hár hér á landi.