
Efnainnihald grundvallarmjólkur
04.02.2011
Svo sem kunnugt er, hækkaði lágmarksverð mjólkur til framleiðenda þann 1. febrúar sl. Eftir hækkunina er lágmarksverðið 74,38 kr/ltr. Frá síðustu áramótum er efnainnihald grundvallarmjólkur 4,09% fita og 3,34% prótein. Verð á próteineiningu er 16,7021 kr og á fitueiningu 4,5466 kr. Vægi próteins í lágmarksverði er 75% og fitu 25%. Í grundvallarmjólk er verð á próteinþættinum því 55,7850 kr/ltr og á fituþættinum 18,5955 kr/ltr.
Þessar upplýsingar, ásamt fleirum er að finna hérna vinstra megin á síðunni, undir liðnum „Mjólkurframleiðslan – grunnupplýsingar um mjólkurframleiðslu hérlendis„.