Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Dagskrá Veffræðslu LK 2015-2016

19.09.2015

Nú styttist í að Veffræðsla LK hefji göngu sína á ný eftir gott sumarfrí. Þetta er fjórða starfsár fræðslustarfsins og eru framundan 14 áhugaverðir fyrirlestrar á komandi mánuðum. Efnistök eru að vanda fjölbreytt en fjallað er um gerð kynbótaáætlunar, dýravelferð, frjósemi, starfsemi LK, stærðarhagkvæmni kúabúa, tækifæri sem felst í fjölbreyttni, fóður og efnainnihald mjólkur, hönnun velferðaraðstöðu í fjósum, sáningartækni og illgresisvarnir, kosti og galla ólíkra grastegunda, framleiðslu nautakjöts með hjarðeldi og fjármögnun kúabúa.

 

Eins og sjá má hér að ofan er víða komið við en val á fyrirlestrum byggir meðal annars á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í Veffræðslu LK en þeir eru í dag rúmlega 330. Nánar má kynna sér dagskrá Veffræðslu LK með því að smella hér, en fyrsti fyrirlesturinn fer svo í loftið eftir rétt rúmar tvær vikur er kynbótafræðingurinn og ráðunauturinn Elin

Nolsøe Grethardsdóttir fjallar um gerð kynbótaáætlunar/SS.