Beint í efni

Coca-Cola með nýjan mjólkurdrykk

12.06.2002

Eftir margra ára undirbúning mun Coca-Cola í Bandaríkjunum setja á markað nýjan súkkulaðidrykk nú í sumar. Drykkurinn hefur fengið nafnið Choglit og hefur framleiðslurisinn því farið inn á þá braut sem boðuð var fyrir nokkrum árum, að framleiða mjólkurvörur auk hefðbundinna gosdrykkja.

 

Choglit er framleitt af Beverage Partnees Worldwide (BPW), sem er í eigu bæði Coca-Cola og Nestlé. BPW framleiðir þegar kaffi, te og djús á flöskum.

Heimild: landsbladet.dk