Beint í efni

Búgreinaþing Nautgripabænda 2023 – Allt sem þú þarft að vita

13.01.2023

 

Búgreinaþing búgreinadeildar Nautgripabænda BÍ árið 2023 verður haldið dagana 22. og 23. febrúar, nk.
Þingið verður haldið á Berjaya Reykjavík Natura Hotel, Nauthólsvegi 52.

 

Búgreinaþing sitja með fullum réttindum þeir fulltrúar sem hafa verið kosnir af félagsmönnum deildarinnar, stunda nautgriparækt og eru fullgildir meðlimir í Bændasamtökum Íslands. Fullgildir meðlimir Bændasamtakanna eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, skráðu veltu síns búrekstrar og skulduðu ekki gjaldfallin félagsgjöld um nýliðin áramót þar sem félagatal miðast við 31. desember ár hvert.

 

Framboð og kosning fulltrúa

Samkvæmt samþykktum Nautgripabænda skal kjósa fulltrúa inn á þingið eftir þrettán kjördeildum. 

Skiptingu fulltrúa milli kjördeilda má finna hér að neðan:

Kjördeild

Fjöldi félagsmanna

Fjöldi aðalfundarfulltrúa

1.     Mjólkursamlag Kjalarnesþings

38

2

2.     Kúabændafélagið Baula á Vesturlandi

84

3

3.     Félag Nautgripabænda við Breiðafjörð

33

2

4.     Félag kúabænda í Ísafjarðarsýslu

16

1

5.     Nautgriparæktarfélag Vestur Húnavatnssýslu

46

2

6.     Félag kúabænda í Austur Húnavatnssýslu

50

2

7.     Félag kúabænda í Skagafirði

98

3

8.     Félag eyfirskra kúabænda

126

4

9.     Félag þingeyskra kúabænda

80

3

10.  Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar

7

1

11.  Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum

39

2

12.  Nautgriparæktarfélag Austur-Skaftafellssýslu

14

1

13.  Félag kúabænda á Suðurlandi

309

10

Alls

940

36


Fyrir kosningar munu formaður Nautgripabænda, Herdís Magna Gunnarsdóttir og sérfræðingur deildarinnar, Guðrún Björg Egilsdóttir halda upplýsinga fund fyrir félagsmenn um kosningarnar. Á fundinum verður farið yfir fyrirkomulag kosninganna, þingsins sjálfs og innsendingu tillaga.

Dagsetning

Tímasetning

Kjördeild  

Fundarslóð*

13. janúar, föstudagur 

11:00

Allar kjördeildir

Ýttu hér fyrir fundarslóð


Framboð fulltrúa  

Félagsmenn sem hyggjast bjóða sig fram til að sitja þingið sem fulltrúar eru hvattir til að bjóða sig fram á fundunum en jafnframt eru þeir beðnir um að tilkynna um framboð sitt með rafrænum hætti með því að nota tengilinn hér að neðan. Framboðsfrestur er til klukkan 12:00, miðvikudaginn 18. janúar 2023. 

   

Smelltu hér til að bjóða þig fram til setu á Búgreinaþingi Nautgripabænda

 

Nöfn þeirra félagsmanna sem bjóða sig fram munu birtast á kjörseðlum en einnig verður í boði að skrifa inn nöfn annarra félagsmanna. Framboð þarf að liggja fyrir eigi síðar en 18. janúar ef viðkomandi vill að nafn sitt birtist á kjörseðli. Athugið að ef kjósa á einstakling sem ekki birtist á kjörseðli er mikilvægt að skrifa fullt nafn einstaklings ásamt búsnafni/heimilisfangi.

 

Kosning fulltrúa inn á þingið verður rafræn og hefst á hádegi 24. janúar og lýkur á hádegi 26. janúar.

Notast verður við rafræna auðkenningu (rafræn skilríki/auðkennislykil) og getur hver félagsmaður einungis kosið einu sinni og innan sinnar deildar.

 

Innsending tillaga 

Stjórn Nautgripabænda kallar jafnframt eftir málum til afgreiðslu á Búgreinaþingi. Allir fullgildir félagsmenn BÍ innan búgreinadeildar nautgripabænda geta sent inn tillögur á þingið en til að senda inn tillögu, vinsamlegast notið hlekkinn hér að neðan. Tillögur skulu berast eigi síðar en 23:59 þann 7. febrúar. 

Smelltu hér til að senda inn tillögu á Búgreinaþingi 

 

Búnaðarþing 

Að lokum kallar stjórn Nautgripabænda eftir framboðum þeirra sem hafa áhuga á að sitja Búnaðarþingi sem fulltrúar deildarinnar. Allir fullgildir félagsmenn í búgreinadeild Nautgripabænda BÍ hafa rétt til framboðs inn á Búnaðarþingið fyrir deildina. Búnaðarþing verður haldið dagana 30. og 31. mars 2023 í Reykjavík og hafa fulltrúar kosnir inn á þingið einir atkvæðisrétt á þinginu. Búnaðarþingsfulltrúar Nautgripabænda eru kosnir á Búgreinaþinginu (23. febrúar) en óskum við eftir framboðum samhliða framboði fulltrúa inn á Búgreinaþing til að einfalda framkvæmd kosninga á Búgreinaþinginu. 

Smelltu hér til að bjóða þig fram sem fulltrúa Nautgripabænda á Búnaðarþing (lok mars)