
Búgreinaþing 2023
21.02.2023
Búgreinaþing 11 búgreinadeilda Bændasamtaka Íslands verður haldið dagana 22. og 23. febrúar á Hótel Natura í Reykjavík, þar sem bændur allra búgreina koma saman til þings um málefni íslensks landbúnaðar. Setningarathöfn verður klukkan 11:00, miðvikudaginn 22. febrúar, þar sem Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtakanna, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra halda erindi. Jafnframt munu forsvarsmenn Náttúruhamfaratrygginga Íslands halda kynningu um tryggingamál bænda, auk fulltrúa verkefnisstjórnar Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Rúmlega 200 bændur munu funda á Búgreinaþingi úr öllum búgreinum þar sem málefni landbúnaðar verða rædd vítt og breitt ásamt framtíðarmöguleikum í greininni. Á þinginu verða ályktanir bornar upp og fulltrúar til Búnaðarþings kosnir, sem haldið verður á sama stað í lok mars næstkomandi.
Helstu málefni sem tekin verða fyrir á Búgreinaþingi að þessu sinni snúa að loftslagsmálum, nýliðun, hækkun aðfanga, tryggingavernd fyrir bændur, kjaramál bænda, nýsköpun og tilraunir með nýjar tegundir ásamt eflingu kornræktar og fleira.
Innskráning á sameiginlegt svæði fulltrúa
Streymt verður frá setningarathöfn þingsins á Facebook-síðu Bændasamtaka Íslands.
DAGSKRÁ SETNINGARATHAFNAR:
22.febrúar
Kl 11:00
Þingsetning - Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands
Ávarp - Guðlaugur Þór Þórðarson, Umhverfis-, orku og loftslagsráðherra
Kynning Náttúruhamfaratrygginga Íslands
Kl 11:30
Hádegismatur
Kynning á samstarfsvettvangi BÍ og SAFL
Kl 12:30
Sameiginlegur fundur allra búgreinadeilda
Kl 17:00
Fundum búgreinadeilda lýkur
Kl 19:00
Hátíðarkvöldverður
23.febrúar
Kl 9:00
Fundum fram haldið í deildum sauðfjár- og nautgripabænda
Fullgildir félagsmenn BÍ innan hverrar búgreinadeildar hafa rétt til fundarsetu og kjörgengi á Búgreinaþingi sinnar deildar, nema samþykktir/reglur búgreinadeildar tiltaki annað. Fullgildir félagsmenn í BÍ eru þeir einstaklingar og lögaðilar sem skráðir eru í samtökin, hafa skráð veltu síns búrekstrar og skulda ekki gjaldfallin félagsgjöld.
.