
Breyttar dagsetningar kynbótasýninga næstu mánuði
04.06.2010
Á fundi Fagráðs í hrossarækt fimmtudaginn 3. júní voru í mörgum tilfellum ákveðnar nýjar dagsetningar fyrir þær kynbótasýningar sem ráðgerðar eru á árinu. Breytingarnar eru tilkomnar vegna kvefpestar þeirrar sem nú herjar á hrossastofninn. Haldnir voru fjölmennir fundir á Norður- og Suðurlandi með fulltrúum búnaðarsambanda, hrossaræktendum og knöpum þar sem línur voru lagðar varðandi æskilegar tímasetningar sýninganna. Fleiri sýningar gætu komið til ef á þarf að halda. Borgarfjörður 7. – 8. júní Hella 8. – 10. júní Hella 28. júní – 2. júlí Reykjavík 28. júní – 2. júlí Skagafjörður 28. júní – 2. júlí Eyjafjörður 12. – 16. júlí Hella 26. – 30. júlí Skagafjörður 26. – 30. júlí Borgarfjörður 3. – 6. ágúst Hella 9. – 13. ágúst Hella 16. – 20. ágúst Blönduós 16. – 20. ágúst
Dagskráin er eftirfarandi með fyrirvara um breytingar vegna þátttöku:
Nánari auglýsingar um einstakar sýningar munu birtast síðar.
Guðlaugur V. Antonsson
Hrossaræktarráðunautur BÍ.