Beint í efni

Bjart framundan hjá AGCO

01.11.2010

AGCO, sem á og rekur m.a. dráttavélaverksmiðjur Fendt, Massey Ferguson og Valtra, skilaði afar góðri rekstrarniðurstöðu nú í lok þriðja ársfjórðungsins og var veltuaukning fyrirtækisins 19,3% í samanburði við sama tímabil í fyrra. Skýrist þessi aukning að mestu af góðri sölu á dráttarvélum í Suður-Ameríku, en fyrstu níu mánuði þessa árs varð söluaukningin þar 46% frá fyrra árin og á sama tíma varð sölusamdráttur í Vestur-Evrópu um 15%.

 

Samkvæmt fréttatilkynningu fyrirtækisins er

ráðgert að salan verði áfram góð út árið sem, ásamt áframhaldandi þróun á tækjabúnaði, muni skila fyrirtækinu afar sterkri stöðu.

 

Með því að smella hér má sjá eldri frétt um Agco hér á naut.is

 

AGCO er eins og áður segir stórfyrirtæki í landbúnaðartækjaframleiðslu og framleiðir auk dráttarvéla bæði jarðræktar- og heyskapartæki. Fyrirtækið, sem varð til við samruna nokkurra fyrirtækja árið 1990, er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, en selur tæki sín í gegnum 2.700 heildsölufyrirtæki í 140 löndum – m.a. hér á landi. Heildarvelta fyrirtækisins árið 2009 voru 6,6 milljarðar bandaríkjadollara eða sem nemur 744 milljörðum íslenskra króna.

 

Með því að smella hér getur þú lesið frekar um AGCO á heimasíðu fyrirtækisins.