Beint í efni

Árshátíð Landssambands kúabænda 2018

13.03.2018

Árshátíð Landssambands kúabænda verður haldin á Hótel Selfossi, laugardagskvöldið 7. apríl.

Húsið opnar kl. 19:00

Matseðill  

Forréttur

  • Humarsúpa með humarhölum, hvítsúkkulaðirjóma og dill

Aðalréttur

  • Nautalund með sveppa pomme anna, haricot vert og rauðvínssósu

Eftirréttur

  • Heit súkkulaðikaka með vanilluís og ávöxtum

 

  • Óvænt skemmtiatriði
  • Hljómsveit hússins heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu.

Miðaverð er 7.900 kr. fyrir félaga LK og 8.900 fyrir aðra. Miðapantanir í síma 460 4477 – Tekin hafa verið frá herbergi á Hótel Selfossi í síma 480-2500. Taka þarf fram við pöntun að viðkomandi sé á vegum LK.

Vegna mikillar ásóknar í gistirými er árshátíðargestum bent á að hafa hraðar hendur við að panta gistingu.

Þeir sem eiga eftir að skrá sig í LK geta gert það hér.