Árið 2004 var metár í framleiðslu ungnautakjöts
01.02.2005
Á síðasta ári var meira framleitt af ungnautakjöti hérlendis en síðustu 5 ár og nam framleiðslan 2.252 tonnum á árinu. Ef horft er til framleiðslu ungnautakjöts hefur framleiðsla þess aukist um tæp 10% á síðustu 5 árum og mest hlutfallsleg aukning er í sk. Úrvalsflokki eða um 78,6%.
Hlutfall ungnautakjöts á markaði var nú í árslok 2004 um 70%, eftir að tekið hefur verið tillitit til hlutfalls kjöts/beina í fallþungatölum.
Skipting ungnautakjötsins niður á flokka á síðasta ári var eftirfarandi:
Úrval: 224 tonn
UN: 1.747 tonn
KIU: 281 tonn