
Allt það besta úr íslenskri sveit
11.10.2022
Næstkomandi helgi, 14. – 16. október verður landbúnaðarsýningin Íslenskur landbúnaður 2022 haldin í Laugardalshöll og verður sannkölluð veisla fyrir alla unnendur íslensks landbúnaðar. Á sýningunni verður öflug dagskrá með fyrirlestraröð en einnig geta gestir og gangandi skoðað allt það nýjasta í tækjum og tækninýjungum sem viðkemur landbúnaði ásamt bragðað á hinum ýmsu kræsingum úr íslenskri sveit.
Á laugardaginn verður fyrirlestraröð tengt landbúnaði en dagskrá hennar má nálgast hér
Sýningin verður opin sem hér segir:
Föstudagur: 14-19
Laugardagur: 10-18
Sunnudagur: 10-17