Beint í efni

Ágæt söluaukning á nautakjöti í febrúar

12.03.2009

Í febrúar varð samdráttur í sölu á öllum kjöttegundum nema nautakjöti, sala þess jókst um 12,2% m.v. sama mánuð í fyrra. Í töflunni hér að neðan má sjá sölu einstakra kjöttegunda í febrúarmánuði, undanfarinn ársfjórðung og sl. 12 mánuði. Framleiðsla á nautakjöti í liðnum mánuði var 312 tonn og salan 313 tonn.

Það er e.t.v. óvarlegt að draga stórar ályktanir af sölu í einstökum mánuðum. Í ljósi þess að virkir dagar í febrúar voru færri í ár en í fyrra, munar t.d. um einn föstudag sem jafnan eru stórir söludagar í kjöti, þá er þó freistandi að draga þá ályktun að auglýsingaátak LK á nautakjöti hafi skilað bærilegum árangri.

 

Sala á kjöti í febrúar 2009                                                                            

Kjöttegund Sala í febrúar 2009, kg Ársfj., des 08-feb 09, kg Sl. 12 mán, mar 08-feb 09, kg Breyt., feb 09 m.v. feb 08 Breyt. ársfj. Breyt., sl. 12 mán. Hlutdeild
Alifuglar 558.863 1.593.583 7.161.151 -11,7% -15,7% -6,4% 28,6%
Hross 64.967 228.630 690.989 -0,9% 29,5% 5,1% 2,8%
Nautgripir 313.132 898.114 3.624.425 12,2% 3,6% 0,9% 14,5%
Sauðfé 453.537 1.345.120 6.938.128 -24,2% -24,8% -0,7% 27,7%
Svín 499.772 1.556.820 6.665.863 -1,4% 5,4% 9,6% 26,6%
Samtals 1.890.271 5.622.267 25.080.556 -9,3% -9,3% 0,4% 100,0%