
Afurðauppgjör í sauðfjárræktinni 2009
29.10.2009
Fyrstu uppgjörunum í afurðaskýrsluhaldi sauðfjárræktarinnar árið 2009 er lokið. Þetta er nær mánuði fyrr en áður hefur verið. Yfirlit um niðurstöður er hægt að skoða hér eins og áður hefur verið. Þessi yfirlit um hæstu bú samkvæmt mismunandi skilyrðum eru síðan uppfærð jafnskjótt og nýir aðilar koma til uppgjörs. Samkvæmt venju mun stór hluti búanna varla hafa lokið sínu uppgjöri fyrr en um áramót, þannig að heildarmynd um niðurstöður ársins 2009 liggi fyrir. Þessar fyrstu tölur og fréttir úr öllum landshlutum benda samt til að flest fyrri afurðamet hafi verið slegin á þessu hausti.