Aðalfundir MS og SAM í dag
11.03.2011
Í dag verða haldnir aðalfundir bæði Mjólkursamsölunnar og Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði að Bitruhálsi. Mikill viðsnúningur hefur orðið á rekstri MS frá árinu 2009, en velta þess jókst um 4% frá árinu 2009 og um heil 47% frá árinu 2007. Nánar verður gerð grein fyrir afkomu MS að loknum aðalfundinum.
Síðar í dag verður jafnframt aðalfundur SAM en árið 2010 var 25. starfsár samtakanna. Stór þáttur í rekstri SAM er rekstur framleiðendaþjónustu og rannsóknarstofa. Nánar verður gerð grein fyrir rekstri SAM að loknum aðalfundinum.