97% bænda lesa Bændablaðið
11.02.2008
Á síðastliðnu hausti var framkvæmd viðhorfskönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði meðal íslenskra bænda þar sem spurt var um viðhorf þeirra og álit á starfsemi Bændasamtaka Íslands. Útkoman er ákaflega uppörvandi fyrir samtökin og starfsfólk þeirra en það fær undantekningarlaust góða einkunn hjá umbjóðendum sínum. Bændur eru greinilega ánægðir með samtök sín. Meðal þess sem spurt var um í könnuninni var hvort bændur læsu Bændablaðið. Fram kom að 86% lesa blaðið alltaf þegar það kemur út og 11% lesa það oft eða stundum. Einungis 3% lesa það sjaldan eða aldrei. Þegar spurt var hvort menn væru ánægðir með efni blaðsins svöruðu 95% að þeir væru frekar eða mjög ánægðir með það.