Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

560 danskir kúabændur kaupa kvóta

22.08.2007

Á nýafstöðnum kvótamarkaði í Danmörku keyptu 560 danskir kúabændur kvóta fyrir rúma 4,3 milljarða af 390 seljendum. Kaupendurnir geta því aukið framleiðsluna frá og með 1. október n.k. Þrátt fyrir að dagar kvótakerfisins í ESB verði taldir frá og með 1. apríl árið 2015, var verðið á ágústmarkaðnum það hæsta hingað til, 4,62-4,66 DKK eða 56,60 ISK. Landskvóti Danmerkur er 4,5 milljarðar kg sem skiptist milli framleiðenda, hver sá sem framleiðir meira en 4% framyfir kvóta búsins þarf að greiða sekt, sk. „superafgift“ sem svarar 115% af mjólkurverði, semsagt mjólkurverðið allt og 15% betur. Kvótalaus bú í framleiðslu eru því með öllu óþekkt á þeim slóðum.

Þegar kvótakerfið í ESB var innleitt árið 1984 voru mjólkurframleiðendur í Danmörku 32.679. Þegar yfirstandandi kvótaári lýkur þann 1. apríl n.k. verður fjöldi framleiðenda kominn niður í u.þ.b. 4.500.

 

Heimild: JydskeVestkysten