Beint í efni

56 milljarðar kr. til bænda á þurrkasvæðum USA

30.08.2006

Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur heitið bændum á þurrkasvæðum landsins 56 milljarða króna (800 milljóna $) stuðningi, vegna mikilla þurrka sem þar hafa herjað í sumar. Júlí var sá heitasti síðan 1936 og sá þurrasti síðan 1988. Miklill fjöldi bænda hefur orðið fyrir barðinu á þurrkunum og nú ætlar ríkisstjórnin að koma til móts við þá, vegna skaðans sem þurrkarnir valda. Þau fylki sem fá mestan stuðning eru Minnesota, Norður-Dakota og Suður-Dakota.