Beint í efni

Úrslit í myndasamkeppni Landssambands kúabænda

03.06.2020

Um 60 myndir og myndbönd bárust í myndasamkeppni Landssambands kúabænda sem haldin var í samstarfi við Mjólkursamsöluna í tilefni af alþjóðlega mjólkurdeginum 1. júní síðastliðinn. Birtu þátttakendur myndir og myndbönd á hinum ýmsu samfélagsmiðlum og merktu þær #DrekkumMjólk og #WorldMilkDay til að komast í pottinn. Það voru margar mjög skemmtilega myndir sendar inn og þökkum við fyrir góða þátttöku. Verkefnið mæltist vel fyrir svo það er ekki útilokað að við endurtökum leikinn að ári.

1. sæti: Hilda Pálmadóttir. Kálfarnir Rósa og Drós ásamt kettinum Steypu í fjósinu á Stóra-Ármóti. Myndasmiður er bróðir Hildu, Reynir Pálmason. Félagarnir bíða eftir mjólkursopanum #drekkummjólk

2. sæti: Jóhanna Hreinsdóttir. Hrönn dótturdóttir hennar ræðir við kvíguna Sölku í Káraneskoti. Myndasmiður er dóttir Jóhönnu og móðir Hrannar, Lovísa Ólöf Guðmundsdóttir. Rætt um heimsmálin í sveitinni hjá ömmu #drekkummjólk

3. sæti: Sigurjón Helgason. Kvígan Steypa og móðirin Katrín á Mel í Borgarbyggð. Myndasmiður er Sigurjón Helgason. #DrekkumMjólk #WorldMilkDay

 

Óskum við vinningshöfum hjartanlega til hamingju.

Fleiri myndir sem send voru inn í keppnina má sjá hér: